fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Stóra, fagra frumvarpið samþykkt

Pressan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag umfangsmikið efnahagsfrumvarp sem Donald Trump skírði: Stóra, fagra frumvarpið. Litlu mátti muna en frumvarpið var samþykkt með 218 atkvæðum gegn 214.

Trump mun svo lögfesta frumvarpið með undirritun sinni á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna sem er einmitt á morgun.

Tveir þingmenn Repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, Thomas Massie frá Kentucky og Brian Fitzpatrick frá Pennsylvaníu.

Frumvarpið er vægast sagt umdeilt. Auðkýfingurinn Elon Musk hefur ítrekað fullyrt að verði frumvarpið á lögum muni það hneppa bandarísku þjóðina í skuldaánauð til frambúðar. Eins er frumvarpið sagt hampa efnamiklum á kostnað efnaminni. Með frumvarpinu eru framlög til heilbrigðis- og almannaþjónustu skorin niður en framlög til varnamála hækkuð, svo dæmi séu tekin. Eins má þar finna umfangsmikla hækkun á skuldaþaki ríkissjóðs, en það hækkar um fimm þúsund milljarða dollara.

Skorið verður hressilega niður í almennum heilbrigðistryggingum sem kallast Medicaid og er áætlað að á næsta áratuginum muni rúmlega 12 milljónir Bandaríkjamanna vera án heilbrigðistryggingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?