Eins og sést á meðfylgjandi mynd, þá er búið að setja upp hlið við bryggju eina og það er þetta sem hefur vakið athygli og jafnvel reiði.
Hliðið er við bryggju sem státar af fallegu útsýni í bakgrunninum og eiginlega ekki neinu öðru.
Daily Mail segir að þessi staður hafi öðlast töluverða fræg vegna suðurkóresku þáttaraðarinnar „Crash Landing on You“, en þar kemur þetta fallega vatn, sem er við bæinn Iseltwald í Sviss við sögu.
Margir ferðamenn, aðallega frá Asíu, hafa flykkst þangað til að komast á söguslóðir þáttanna.
Þessa skyndilegu frægð reyna heimamenn nú að nýta sér til fjárhagslegs ávinnings og þykir mörgum ansi langt gengið.
„Þetta er ótrúlegt, að krefja mig um greiðslu fyrir eitthvað sem náttúran bjó til,“ skrifaði einn netverji.
„Bráðum verður maður rukkaður fyrir að draga andann,“ skrifaði annar.
Það kostar 5 svissneska franka að fara út á bryggjuna.