Goðsögn Chelsea, John Terry, hefur tekið upp hanskann fyrir fyrrum eiganda félagsins, Roman Abramovich, og gagnrýnt hvernig komið hefur verið fram hann síðustu ár.
Abramovich, 58 ára, keypti Chelsea árið 2003 og breytti félaginu í eitt það sigursælasta í heimi á næstu tveimur áratugum. Undir hans stjórn vann liðið fimm Englandsmeistaratitla, tvo Meistaradeildarbikara og fjölda annarra titla.
Eftir að stríðið milli Rússlands og Úkraínu hófst í febrúar 2022 var Abramovich þá neyddur til að selja félagið vegna tengsl hans við Vladimir Pútín, sem leiddu til þess að bresk stjórnvöld settu hann á refsiaðgerðarlista.
Salan var kláruð í maí 2022 til Todd Boehly og fjárfestingasjóðsins Clearlake Capital fyrir 2,5 milljarða punda. Fjármunirnir voru settir á frystan reikning í Bretlandi og áttu að renna til góðgerðarsamtaka sem styðja fórnarlömb stríðsins í Úkraínu en hafa enn ekki verið greiddir út.
Abramovich hefur síðan haldið sig fjarri sviðsljósinu og dregið sig úr opinberu lífi.
„Mér finnst það ógeðslegt hvernig hefur verið komið fram við hann,“ sagði Terry á beinni útsendingu The Obi One Podcast, sem fyrrverandi liðsfélagi hans John Obi Mikel stýrir.
„Það sem hann gerði í heimsfaraldrinum, þegar hann opnaði Stamford Bridge fyrir heilbrigðisstarfsfólk og bauð þeim gistingu, var frábært. Hann var yndislegur maður sem elskaði félagið okkar og tók réttu ákvörðunina þegar hann valdi Chelsea.“