Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari furðar sig mjög á að Jón Dagur hafi fengið gagnrýni eftir 5-0 sigurinn á Aserbaísjan á föstudag.
Hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi í París í dag, þar sem Ísland mætir Frakklandi í öðrum leik undankeppni HM annað kvöld.
Jón Dagur var á hægri kanti gegn Aserbaísjan en ekki þeim vinstri eins og vanalega. Einhverjir gagnrýndu hann eftir leik.
„Mér fannst hún bara fáránleg því Jón Dagur lagði upp tvö mörk og átti frábæran leik á hægri kanti. Það er bara punktur,“ sagði Arnar.
„Það þarf ekki að svara neitt meira fyrir það, þetta var skrýtin umræða og átti sér enga stoð í raunveruleikanum.“