Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Daníel Leó Grétarsson og Sverrir Ingi Ingason eru æ oftar farnir að spila saman í hjarta varnarinnar hjá íslenska landsliðinu. Virðast þeir farnir að mynda flott teymi.
Daníel og Sverrir voru saman í hjarta varnarinnar þegar Ísland hóf undankeppni HM með 5-0 sigri á Aserbaísjan á föstudag. Á morgun tekur við erfiðara verkefni, gegn Frökkum ytra í sömu keppni.
„Þegar við spilum fleiri leiki saman þá förum við að þekkja hvorn annan betur. Það er geggjað að spila með honum og öðrum í vörninni. Við erum farnir að þekkja hegðun hvors annars á boltanum og þess háttar svo þetta er bara að smella,“ sagði Daníel Leó við 433.is um samstarfið í vörninni.
Nánara viðtal við hann er í spilaranum.