James Maddison er með slitið krossband og mun missa af stærstum hluta tímabilsins með Tottenham.
Frá þessu greina helstu miðlar nú, en Maddison meiddist um síðustu helgi í æfingaleik gegn Newcastle.
Þetta er mikið áfall fyrir Tottenham, enda Maddison lykilmaður. Hann skoraði 12 mörk í 45 leikjum fyrir Tottenham á síðustu leiktíð.
Talið er að Tottenham muni skella sér út á markaðinn með það fyrir augum að fylla skarð Maddison eftir þessi leiðinlegu tíðindi.