fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Besiktas í Tyrklandi, er að landa Wilfried Ndidi, leikmanni Leicester.

Ndidi hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá Leicester undanfarin ár, en liðið féll aftur niður í ensku B-deildina í vor og ætlar Nígeríumaðurinn ekki að taka slaginn með því þar.

Þrátt fyrir áhuga liða eins og Everton, Valencia og Real Betis hefur hinn 28 ára gamli Ndidi ákveðið að ganga í raðir Besiktas.

Getty Images

Besiktas greiðir rúmar 8 milljónir punda fyrir Ndidi og skrifar hann undir þriggja ára samning í Istanbúl.

Annar miðjumaður og fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, Alex Oxlade-Chamberlain, er þá sagður á förum frá Besiktas.

Þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool hefur til að mynda verið orðaður við nýliða Leeds í deild þeirra bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London
433Sport
Í gær

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Í gær

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann