Það kom upp furðulegt atvik í leik Fram og Stjörnunnar í Bestu deild karla í gær og fór Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, á kostum í lýsingu á því.
Tryggvi Snær Geirsson í liði Fram vann þá boltann en í kjölfarið fann hann ekki boltann, sem var við fætur hans. Tryggvi horfði upp í loft í leit að boltanum.
„Hvernig fann hann ekki boltann? Eftir allan þennan tíma,“ sagði Rikki í lýsingunni. „Þetta er stórfurðulegt,“ sagði hann enn fremur.
Það var rætt um atvikið í Stúkunni á Sýn í gær. Þar skellihlóu menn, eins og sjá má hér að neðan.