Newcastle er að undirbúa mjög óvænt tilboð í þessum rosalega sumarglugga en Daily Mail greinir frá.
Samkvæmt Mail er Newcastle að sýna fyrirliða Aston Villa áhuga en það er miðjumaðurinn John McGinn.
McGinn er 30 ára gamall og er mjög vinsæll í Birmingham en hann er mikill karakter og gæti styrkt liðið innan sem utan vallar.
McGinn hefur spilað með Villa frá 2018 en afskaplega litlar líkur eru á því að Villa vilji losna við fyrirliða sinn.
Skotinn á þó aðeins tvö ár eftir af samningi sínum og gæti Villa ákveðið að selja ef rétta upphæðin berst í glugganum.