Stuðningsmönnum Manchester United blöskrar að Marcus Rashford hafi farið út á lífið á sunnudag eftir tap liðsins gegn Manchester City.
Stuðningsmenn United benda á að ef þetta væri Jadon Sancho þá væri allt vitlaust,
„Svo er því haldið fram að Ronaldo og Sancho hafi ekki borið virðingu fyrir félaginu. Vonandi hjálpar þetta,“ skrifar einn og fleiri taka í sama streng.
Rashford átti frábært síðasta tímabil en hefur lítið getað á þessu, ekki frekar en United.
United tapaði sannfæranddi um helgina gegn Manchester City, 0-3. Mirror segir að eftir leikinn hafi Rashford farið á djammið og verið fram á nótt.
Ljóst er að þetta fer ekki vel í stuðningsmenn United sem hafa án efa litla þolinmæði fyrir slíku þessi misserin.
„Ímyndið ykkur ef þetta væru Ronaldo eða Sancho, en hann er fæddur í Manchester og því er þetta í lagi.“
„Ímyndið ykkur ef þetta væri Sancho…“
„Ef þetta væri Sancho…“