Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá afskiptum af fótbolta.
Hinn umdeildi Rubiales var mikið í heimspressunni í sumar eftir að hafa kysst Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, eftir að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn.
Var hann harðlega gagnrýndur fyrir þetta.
FIFA hefur nú staðfest að Rubiales sé kominn í þriggja ára bann eftir rannsókn á fyrrum forsetanum umdeilda.