Ísak Snær Þorvaldsson komst á blað fyrir lið Rosenborg í dag sem mætti Valerenga í norsku úrvalsdeildinni.
Ísak var þar að skora sitt annað deildarmark fyrir Rosenborg en hann kom boltanum í netið eftir 12 mínútur.
Rosenborg hafði að lokum betur 3-1 en það má svo sannarlega segja að heimaliðið hafi átt sigurinn skilið.
Valerenga var mun meira með boltann og átti mun betri færi í leiknum en Rosenborg hafði betur að lokum.
Rosenborg er í 10. sæti deildarinanr með 33 stig eftir 26 umferðir en er langt frá Evrópusæti.