fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Heiðar Helguson og Ingi Rafn aðstoða Bjarna Jó

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. október 2023 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að þeir Heiðar Helguson og Ingi Rafn ingibergsson verða aðstoðarmenn Bjarna Jóhannssonar hjá Selfossi í 2. deild karla.

Þetta staðfesti félagið í dag en Bjarni var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum og á að koma liðinu upp í Lengjudeildina á ný.

Heiðar er er nafn sem allir kannast við en hann er fyrrum landsliðsmaður og lék lengi sem atvinnumaður á Englandi.

Ingi Rafn er að sinna sama starfi og hann gerði í sumar en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Tilkynning Selfoss:

Heiðar Helguson og Ingi Rafn Ingibergsson hafa verið ráðnir sem aðstoðarþjálfarar meistaraflokks karla. Þeir munu því starfa við hlið Bjarna Jóhannssonar, nýráðnum þjálfara liðsins.

Heiðar Helguson er öllum knattspyrnuáhugamönnum kunnugur. Hann á að baki fimmtán ára reynslu sem atvinnumaður í knattspyrnu en lengst af spilaði hann á Englandi. Lengst var hann hjá Watford en þar lék hann 174 leiki og skoraði í þeim 55 mörk.
Þar að auki spilaði hann fyrir Fulham, QPR, Cardiff og Lilleström. Hann á að baki 55 landsleiki og tólf mörk í þeim. Þjálfaraferill Heiðars er nú þegar hafinn en hann var aðstoðarþjálfari Kórdrengja tímabilin 2021-2022.

Ingi Rafn Ingibergsson er Selfyssingum vel kunnugur en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar. Ingi á einnig langan knattspyrnuferil að baki en hann á tæplega 500 mótsleiki að baki í íslenskri deildarkeppni. Ingi hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka á Selfossi og þekkir allt starf hjá knattspyrnudeildinni út og inn.

Knattspyrnudeild Selfoss bindur miklar vonir við að hæfni og áratugareynsla þessa fyrrum leikmanna muni nýtast knattspyrnudeild Selfoss vel á næstu árum í þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku