Eddie Nketiah er að eiga stórleik fyrir Arsenal sem spilar við Sheffield United þessa stundina.
Arsenal er að valta yfir Sheffield en staðan er 3-0 þegar rúmlega klukkutími er liðinn af leiknum.
Nketiah er búinn að skora þrennu í þessum leik en þriðja mark hans var alveg stórkostlegt.
Framherjinn átti skot fyrir utan teig sem Wes Foderingham átti aldrei möguleika í eins og má sjá hér fyrir neðan.
⚽️🏴 GOAL | Arsenal 3-0 Sheffield | Nketiah
WHAT A GOAL FROM NKETIAH!!! HAT-TRICK!!!pic.twitter.com/l7INJz9eOV
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023