„Mér fannst við eiga helling í þessum leik og það er svekkjandi að þær skori á okkur,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir við 433.is eftir grátlegt 0-1 tap gegn Dönum í Þjóðadeildinni.
Íslenska liðið sýndi fína frammistöðu í leiknum og til að mynda mikla bætingu frá slæmu tapi gegn Þjóðverjum í síðustu umferð.
„Þetta er klárlega bæting frá síðusta leik,“ sagði Telma.
Ísland mætir Þýskalandi á ný í næsta leik hér heima á mánudag.
„Við byrjum að einbeita okkur að því verkefni strax á morgun. Það verður alveg jafnmikill fætingur og í dag.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.