Newcastle er byrjað að skoða það að fá inn miðjumann í janúar vegna þess að Sandro Tonali var dæmdur í tíu mánaða bann vegna brota á veðmálareglum.
Ruben Neves er þar nefndur til sögunnar en eigendur Sádí Arabíu ættu að geta fengið hann án nokkura vandræða.
Neves var seldur frá Wolves til Al-Hilal í Sádí Arabíu í sumar. Sagt er að Newcastle vilji fá Neves á láni.
Eigendur Newcastle eru einnig eigendur Al-Hilal og því ætti það ekki að vera flókið verkefni að klára slíkt ef vilji er fyrir hendi.
Neves er frábær miðjumaður frá Portúgal en hann er 26 ára gamall.
BREAKING: #NUFC are considering a loan move for former Wolves midfielder Ruben Neves, to fill the void left by banned Sandro Tonali.
– talkSPORT sources understand
🚨 More on our website ☞ https://t.co/PVsrFYaGqs pic.twitter.com/wIbjivqLAI
— talkSPORT (@talkSPORT) October 27, 2023