Manchester United er búið að ná samkomulagi við Wout Weghorst um að ganga í raðir liðsins á láni frá Burnley.
Fabrizio Romano staðfestir þetta í kvöld en Weghorst kemur til liðsins á láni út tímabilið.
Undanfarna mánuði hefur Weghorst spilað með Besiktas á láni og á félagið rétt á að halda honum út tímabilið.
Nú er aðeins eitt skref eftir en Besiktas þarf að finna arftaka framherjans og mun svo hleypa honum til Englands.
Man Utd mun borga þrjár milljónir evra til Besiktas svo að leikmaðurinn fái að færa sig um set.