Cristiano Ronaldo er byrjaður að æfa á fullu með Al Nassr en má ekki spila sinn fyrsta leik strax vegna leikbanns.
Ronaldo fær 175 milljónir punda á ári sem leikmaður Al Nassr sem eru 30 milljarðar á ári. Ronaldo er launahæsti leikmaður í heimi fótboltans.
En það er ekki eina greiðslan sem Ronaldo fær því hann samdi einnig við yfirvöld í Sádí Arabíu. AFP segir frá ótrúlegri greiðslu sem Ronaldo er að fá.
Sádar sækjast eftir því að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta árið 2030 en mun Ronaldo hjálpa til við útboð landsins og sannfæra aðildarfélög FIFA um ágæti Sáda.
Fyrir hjálpina fær Ronaldo 30 milljarða eða árslaun sín hjá Al Nassr en Sádar leggja mikla áherslu á að fá mótið.
Mótið í fyrra var haldið hjá nágrönnum þeirra í Katar en næsta mót sem fram fer árið 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.