Það er ekkert leyndarmál að Cristiano Ronaldo er launahæsti leikmaður heims í dag en hann leikur með Al Nassr.
Al Nassr er moldríkt félag í Sádí Arabíu en Ronaldo skrifaði undir samning til ársins 2025 á dögunum.
Heildarupphæðin sem Ronaldo fær í sinn vasa er ótrúleg en hann mun þéna 400 milljónir evra.
Ronaldo mun fá yfir 200 milljónir evra sem leikmaður Al Nassr og svo aðrar 200 milljónir fyrir að starfa sem sendiherra Sádí Arabíu sem vill halda HM árið 2030.
Portúgalinn verður þá löngu búinn að leggja skóna á hilluna en mun hjálpa landinu að fá að halda HM um vetrartímann eins og Katar gerði á síðasta ári.