Henry Birgir Gunnarsson settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.
Kærasta Julian Alvarez, leikmanns argentíska landsliðsins og Manchester City, var búinn að fá nóg af þeirri athygli sem kappinn fékk í kjölfar þess að Argentína varð heimsmeistari fyrir áramót.
Hún vildi sjá hóp ungra stuðningsmanna fá mynd af sér með Alvarez öllum í einu þar sem þau væru á hraðferð.
Það var ekki tekið vel í þetta og settur í gang undirskriftarlisti um að Alvarez ætti að hætta með henni.
„Þetta er mjög fyndið og sýnir kannski að þessi titill er eign þjóðarinnar. Þau lifa fyrir þetta og vilja fá að deila þessu öll saman,“ segir Hörður.
„Þetta eru skemmtilegar aukafréttir sem fylgja svona stórum sigrum. Þarna skiptir þetta meira máli. Fótboltinn er á einhverju stigi sem við getum aldrei skilið,“ segir Henry.