Það gengur ekkert hjá Belganum Eden Hazard sem spilar með liði Real Madrid og hefur gert frá árinu 2019.
Hazard hefur aldrei staðist væntingar hjá Real eftir að hafa komið frá Chelsea og er ekki fyrsti maður á blað í dag.
Hazard fékk að byrja með Real gegn Cacerano í Konungsbikarnum í vikunni og spilaði 69 mínútur í 1-0 sigri.
Þar mætti Hazard leikmanni að nafni Carmelo Mereciano sem hafði ekki góða hluti að segja um vængmanninn eftir leik.
Mereciano spilar með Cacerano sem er í fjórðu efstu deild og ásakar Hazard um mikið metnaðarleysi á velli.
,,Hazard? Það var eins og honum væri alveg sama um leikinn. Hann vildi ekki fá boltann, hann vildi ekki hlaupa og var mjög gleymanlegur,“ sagði Mereciano.