Eistland 1 – 1 Ísland
1-0 Sergej Zenjov(’45)
1-1 Andri Lucas Guðjohnsen(’91, víti)
Íslenska karlalandsliðið náði jafntefli gegn Eistlandi í kvöld en spilaður var vináttuleikur í Portúgal.
Guðlaugur Victor Pálsson bar fyrirliðaband Íslands í dag en hann fór af velli meiddur í fyrri hálfleiknum.
Miðjumaðurinn entist í aðeins 37 mínútur sem boðaði ekki gott fyrir Ísland sem lenti undir skömmu seinna.
Sergej Zenjov sá um að koma Eistum yfir á 45. mínútu og fékk Ísland því mark á sig á afar óheppilegum tíma.
Strákarnir fengu vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik og þá kjörið tækifæri til að jafna metin.
Andri Lucas Guðjohnsen steig á punktinn en honum brást bogalistin að þessu sinni og staðan enn 1-0.
Andri fékk annað tækifæri í uppbótartíma og nýtti tækifærið í það skipti til að tryggja Íslandi jafntefli úr leiknum.