Stuðningsmenn Arsenal óttast það nú að Chelsea takist að krækja í Mykhailo Mudryk leikmann Shaktar Donetsk.
Ástæðan er sú að Darijo Srna stjórnarmaður hjá Shaktar var gestur á leik Chelsea og Manchester City í gær.
Srna sat ekki bara hvar sem er heldur sat hann í boxinu sem Todd Boehly eigandi Chelsea er með á vellinum.
Chelsea vill fá Mudryk líkt og Arsenal en lærisveinar Mikel Arteta hafa lagt fram tilboð sem Shaktar hefur hafnað.
Shaktar vill fá um 80 milljónir punda fyrir Mudryk sem er 22 ára afar skemmtilegar sóknarmaður.
Vitað hefur verið af áhuga Chelsea um nokkurt skeið en nú þegar stjórnarmaður hjá Shaktar er mættur að hitta eiganda Chelsea gæti eitthvað verið að gerast.