Eiður Smári Guðjohnsen hefur minnst félaga síns Gianluca Vialli sem lést í dag eftir baráttu við veikindi.
Vialli og Eiður þekktust vel en þeir unnu saman hjá Chelsea um stutta stund. Vialli var við stjórnvölin er Eiður var fenginn til félagsins frá Bolton.
Eiður skrifaði fallega færslu á Instagram í kvöld þar sem hann minnist félaga síns.
,,Sæll Eiður, þetta er Gianluca Vialli og ég vildi ræða við þig um að koma til Chelsea í sumar,“ stendur í færslu Eiðs og kvótar hann í Vialli.
,,Ég er viss um að þú sért tilbúinn að taka leik þinn skrefi lengra og ég vonast til að sjá þig í bláu á næsta tímabili.“
,,Það er óhætt að segja að hann hafi náð mér með ‘Sæll Eiður, þetta er Gianluca Vialli.’ Ég er svo þakklátur, heppinn og stoltur að hafa verið hluti af þínu lífi innan sem utan vallar. Hvíl í fríði, Luca.“
View this post on Instagram