Það er hörkuleikur framundan í 32-liða úrslitum enska bikarsins en spilað er á Old Trafford í kvöld.
Manchester United mun þar freista þess að komast í næstu umferð er liðið spilar við Everton.
Everton er eitt slakasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu og steinlá 4-1 heima gegn Brighton í síðustu umferð.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Shaw, Malacia, Casemiro, Eriksen, Fernandes, Antony, Rashford, Martial.
Everton: Pickford, Coleman, Godfrey, Coady, Tarkowski, Mykolenko, Iwobi, Gueye, Onana, Maupay, Gray.