Brasilíska goðsögnin Ronaldinho er að undirbúa það að taka fram skóna á ný samkvæmt fregnum dagsins.
Ronaldinho er fertugur að aldri en hann hefur ekki spilað síðan fyrir Fluminese árið 2015.
Undanfarna mánuði hefur Ronaldinho verið í varðhaldi en hann var gómaður með falskt vegabréf í Paragvæ.
Samkvæmt Marca í Argentínu þá er Ronaldinho í viðræðum við Gimnasia sem er í efstu deild Argentínu.
Það er athyglisvert í ljósi þess að stjóri Gimnasia er goðsögnin Diego Maradona.
Ronaldinho var stórkostlegur leikmaður á sínum tíma og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona.