Matthías Vilhjálmsson er heitur í Noregi þessa dagana en hann er leikmaður Valerenga.
Matthías og félagar mættu Viking á heimavelli í dag og unnu 2-1 sigur þar sem framherjinn skoraði fyrra markið.
Matthías gat bætt við öðru marki í seinni hálfleik en hann klikkaði þá á vítapunktinum.
Axel Andrésson lék allan leikinn í vörn Viking en gat ekki komið í veg fyrir tap.
Í Danmörku spilaði Eggert Gunnþór Jónsson svo allan leikinn í 1-0 sigri Sonderjyske á Silkeborg.