fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Leitaði í áfengið eftir verulega slæmt kvöld – ,,Engin önnur leið til að losna við sársaukann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. júní 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, leitaði í vínið eftir leik liðsins við Chelsea Enárið 2012.

Um var að ræða úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Bayern tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni gegn enska liðinu.

Eftir leik var Kroos verulega sár og leitaði þess vegna í áfengið – hann endaði á að hringja í lækni vegna drykkju.

,,Þetta var ekki gott en ég var allavega með ástæðu fyrir því. Ég man eftir þegar Jessi (eiginkona Kroos) sagði: Við getum ekki meir, hringjum á lækni. Ímyndið ykkur ef það hefði komið í blöðin að ég hafi hringt á lækni vegna of drykkju!“ sagði Kroos.

,,Það var engin önnur leið til að losna við sársaukann. Að lokum þá þurfti ég að hringja í lækni sjálfur því ég hugsaði með mér að þetta mætti ekki versna.“

Kroos hefur sjálfur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, einu sinni með Bayern Munchen og þrisvar með Real.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar