Lazio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ítalíu í kvöld er liðið fékk Fiorentina í heimsókn.
Lazio er að berjast við Juventus um meistaratitilinn og lenti undir er Franck Ribery kom Fiorentina yfir.
Jöfnunarmarkið kom á 67. mínútu er Ciro Immobile skoraði úr vítaspyrnu.
Luis Alberto skoraði svo sigurmark á 83. mínútu með laglegu skoti fyrir utan teig.
Lazio er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Juventus.