Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli, býst við að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Duncan Castles, blaðamaður the Times, fullyrðir þetta en Koulibaly er talinn einn besti varnarmaður heims.
Koulibaly er 29 ára gamall en Manchester City, Manchester United og Arsenal eru sögð horfa til leikmannsins.
Samkvæmt Castles þá eru mestar líkur á að Koulibaly sé á leið til Manchester til að semja við þá bláklæddu.
Napoli er í fjárhagsvandræðum og hefur samþykkt að selja varnarmanninn fyrir um 70 milljónir punda.