Ísak Bergmann Jóhannesson átti stórleik fyrir Norrkoping gegn Ostersund í dag.
Ísak var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Norrkoping en hann er 17 ára gamall og mikið efni.
Það er óhætt að segja að Ísak hafi nýtt tækifærið en hann lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri.
Um var að ræða leik í fjórðu umferð tímabilsins og situr Norrkoping á toppnum með fullt hús stiga.
Það verður spennandi að fylgjast með stráknum næstu vikurnar og vonandi fær hann fleiri sénsa.