Atli Jóhannsson, fyrrum leikmaður ÍBV, KR og Stjörnunnar, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í vikunni.
Draumaliðið er skemmtilegur þáttur þar sem leikmenn og fyrrum leikmenn stilla upp 11 manna liði skipað þeim bestu sem þeir léku með á ferlinum.
Jói Skúli, umsjónarmaður þáttarins, spyr leikmenn einnig út í verst klæddu samherjana í boði Suit Up Reykjavík.
Atli nefndi þar Andra Ólafsson, fyrrum leikmann ÍBV, en hann lenti í veseni á Þjóðhátíð í Eyjum eitt árið.
,,Andri Ólafsson er vinningshafinn þarna, hann er svona týpa. Hann tekur sénsa og var oft í buxum sem voru of litlar,“ sagði Atli.
,,Honum er oft drullu saman en hann getur verið flottur en á einni Þjóðhátíð þá meiddist hann og ákvað að fara í spariskónum inn í dal sem er versta ákvörðun sem þú tekur þegar það er blautt grasið, þeir sem hafa farið vita þetta.“
,,Hann er í góðum gír og ákveður að stíga á glerbrot og var frá í þrjár vikur! Alveg það sem Eyjamenn þurftu á að halda. Hann tekur þetta.“