Cristiano Ronaldo er besti leikmaður sögunnar að mati Bruno Fernandes, leikmanns Manchester United.
Ronaldo er sjálfur fyrrum leikmaður United en hann spilar með Fernandes í portúgalska landsliðinu.
Það er oft deilt um hvort Ronaldo eða Lionel Messi séu á toppnum en að mati Fernandes er sá fyrrnefndi ofar.
,,Ég kem frá Portúgal og í hvert skipti sem einhver ber þig saman við Ronaldo þá þarftu að vera þakklátur,“ sagði Fernandes.
,,Cristiano og Messi eru þeir bestu. Þú getur ekki sagt annað, þér getur líkað við annan hvorn þeirra.“
,,Ég sá Pele aldrei spila svo ég get ekki sagt að hann hafi verið bestur. Að mínu mati er Cristiano sá besti frá upphafi.“