Dani Ceballos, leikmaður Arsenal, býst ekki við því að spila aftur fyrir Real Madrid en hann er í láni hjá enska félaginu.
Ceballos mun renna út á samningi í lok mánaðarins hjá Arsenal en hann er að skoða eigin möguleika þessa stundina.
,,Sá sem ræður minni framtíð á næstu leiktíð er ég. Á næsta ári vil ég spila og ég fæ varla að gera það hjá Real Madrid,“ sagði Ceballos.
,,Mun ég vilja snúa aftur til Zinedine Zidane? Ég verð að taka ákvörðun. Hann sagði að það besta fyrir mig væri að fara og öðlast reynslu.“
,,Allir taka eigin ákvarðanir og það ber að virða þær. Ég hef ekkert á móti honum því hann hefur verið mjög skýr.“