Birkir Bjarnason lék með liði Brescia í dag sem spilaði við Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni.
Brescia er að öllum líkindum á leiðinni niður í B-deildina og er átta stigum frá öruggu sæti.
Liðið var nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í langan tíma og komst í 2-0 í fyrri hálfleik.
Mörkin komu á 10. og 13. mínútu og lagði Birkir upp það seinna og útlitið gott.
Genoa kom hins vegar til baka með tveimur vítaspyrnum og tókst að tryggja 2-2 jafntefli.