Arjen Robben, fyrrum leikmaður Bayern Munchen, er hættur við að hætta í boltanum.
Þetta var staðfest í dag en Groningen í Hollandi hefur tryggt sér þjónustu Robben.
Robben er 36 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári þá 35 ára að aldri.
Robben spilaði með Bayern í tíu ár en hann er þó uppalinn hjá Groningen og lék þar 1996 til 2002.
Hann ætlar nú að leika eitt tímabil í efstu deild með gamla liðinu sínu og gerði eins árs langan samning.