Jóhann Berg Guðmunddson er kominn í stand en hann staðfesti þetta sjálfur í dag.
Vængmaðurinn hefur ekki spilað með aðalliði Burnley síðan í október en hann er nú að mæta aftur.
Jói Berg lék með varaliði Burnley í 3-1 sigri á Birmingham í gær en tók ekki þátt í 0-1 útisigri aðalliðsins á Bournemouth.
,,Augljóslega hef ég verið frá í dágóðan tíma. Það voru liðnar tíu vikur í gær svo það var gott að ná 90 mínútum,“ sagði Jói Berg.
,,Ég spilaði 60 á þriðjudag og svo 90 í dag. Ég er kominn í stand og mér líður vel. Það var svo frábært að ná að klára þetta.“
,,Góðu fréttirnar eru að varaliðið er enn ósigrað. Þeir sögðu mér það fyrir leikinn og í stöðunni 0-1 í hálfleik þá óttaðist ég um að skemma gengið þeirra.“
,,Við spiluðum þó mun betur í þeim seinni og Birmingham var í vandræðum. Liðið gerði vel með því að snúa þessu við og vinna.“
,,Tveir af ungu leikmönnunum Richardson og McGlynn voru frábærir, tveir leikmenn sem sköpuðu mikinn usla.“