fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Matur

Veganistar oftar frá vinnu vegna veikinda

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 20:00

Vegan fæði er vinsælt um þessar mundir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænkerar, sem borða vegan fæði án nokkurra dýraafurða, eru frá vinnu í að meðaltali fimm daga á ári vegna veikinda samkvæmt nýrri, breskri könnun. Þeir sem eru ekki vegan eru hins vegar að meðaltali aðeins tvo og hálfan dag frá vinnu á ári vegna veikinda.

Sagt er frá könnuninni á vef Metro. Þátttakendur í könnuninni voru þúsund talsins, allt vinnandi fólk í Bretlandi. Í niðurstöðum hennar kemur einnig fram að grænkerar eru þrisvar sinnum líklegri til að fara til heimilislæknis en þeir sem eru ekki vegan.

Þegar að flesnutímabilið ríður yfir fara grænkerar 2.6 sinnum til læknis. Aðrir fara að meðatali 0.7 sinnum til læknis á þessu tímabili. Þá fer ungt fólk oftar til læknis en eldra fólk samkvæmt niðurstöðum.

Næringarfræðingurinn Heather Russell hjá góðgerðarsamtökunum The Vegan Society segir algjörlega mögulegt að fá öll nauðsynleg næringarefni úr vegan mataræði og að grænkerafæði hafi afar jákvæð áhrif á líkamann.

„Rannsóknir hafa sýnt að fæðið geti lækkað blóðþrýsting og kólestóról og minnkað hættu á hjartasjúkdómum, sykursýki og einhverjum tegundum af krabbameini.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa