fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Matur

Innkalla Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. október 2018 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.  Í ljós hefur komið að í hluta framleiðslulotu hefur röng vara blandast saman við rétta í pökkun.  Sú vara sem pakkað var ranglega inniheldur ofnæmis- eða óþolsvaldinn heslihnetur en sú rétta ekki og því kemur ekki fram í listanum yfir innihaldsefnin að varan inniheldur heslihnetur.

Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga. Hnetur, þ.m.t. heslihnetur, og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda.  Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum og afurðum úr þeim.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Nói Síríus í síma 575 1800.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki:  Síríus.

Vöruheiti:  Rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti.

Best fyrir:  04. janúar 2020.

Lotunúmer: L1868.
Framleiðandi: 
Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.

Framleiðsluland:  Ísland.

Dreifing:  Verslanir Krónunnar ehf. um land allt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa