fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vilja ekki Bjarna eða Benedikt

Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vildu helst sjá Katrínu eða Óttar sem forsætisráðherra

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. nóvember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæp 40 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar vildu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var rétt fyrir kosningar, að Katrín Jakobsdóttir yrði næsti forsætisráðherra. Það er sama hlutfall og vildi að formaður flokksins, Óttarr Proppé, yrði forsætisráðherra. Hins vegar höfðu þeir sáralítinn áhuga á að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, yrði forsætisráðherra og enn minni á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tæki við embættinu.

Gallup gerði skoðanakönnun sem framkvæmd var dagana 20. til 27. október þar sem spurt var hvern landsmenn vildu helst sjá sem næsta forsætisráðherra. Niðurstaðan varð sú að um 40 prósent vildu helst að Katrín tæki við embættinu. Bjarni naut stuðnings tæplega 26 prósenta aðspurðra, Óttarr 7,3 prósenta en ekki nema 4 prósent vildu sjá Benedikt setjast í forsætisráðherrastól.

Katrín vinsælust

Þegar tölurnar eru greindar frekar kemur í ljós að Katrín nýtur mests stuðnings meðal stuðningsmanna síns eigin flokks, Vinstri grænna, sem og meðal stuðningsmanna Pírata, Samfylkingarinnar, meðal stuðningsmanna þeirra flokka sem ekki náðu kjörnum fulltrúum, meðal óákveðinna kjósenda og meðal þeirra sem hugðust skila auðu eða ekki mæta á kjörstað. Þá nýtur hún jafn mikils stuðnings meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar og Óttarr Proppé, formaður flokksins. Aðeins stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar velja eigin formenn fram yfir Katrínu sem álitlegasta forsætisráðherraefnið, og raunar er Katrín býsna vinsæl meðal stuðningsmanna Viðreisnar einnig.

Ekki hrifnir af Bjarna eða Benedikt

Af stuðningsmönnum Bjartrar framtíðar vildu 38,6 prósent að Katrín yrði forsætisráðherra, sama hlutfall og studdi Óttarr. Hins vegar vildu aðeins 5,2 prósent að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, yrði forsætisráðherra. Enn færri stuðningsmenn Bjartrar framtíðar voru hrifnir af hugmyndinni um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra, eða aðeins 1,9 prósent.

Þetta vekur athygli í ljósi þess að mestar líkur eru taldar á að Bjarni, sem fékk stjórnarmyndunarumboðið afhent úr hendi forseta Íslands, reyni að mynda stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. Miðað við könnunina yrði það algjörlega úr takti við vilja og væntingar stuðningsmanna Bjartrar framtíðar ef Bjarni yrði forsætisráðherra. Hið sama má segja um möguleikann á því að Benedikt Jóhannesson yrði forsætisráðherra. Samkvæmt heimildum DV hefur Benedikt einmitt lagt á það þunga áherslu að hann hljóti það embætti, komi til þess að Viðreisn fari í ríkisstjórnarsamstarf.

Stuðningsmenn Viðreisnar styðja helst formann sinn, Benedikt, í forsætisráðherrastólinn. Tæp 38 prósent nefna hann en 24 prósent stuðningsmanna Viðreisnar vilja hins vegar helst að Katrín verði næsti forsætisráðherra. 15 prósentum hugnast síðan best að Bjarni setjist í stólinn.

Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins flykkja sér að baki Bjarna, formanni sínum, en 62 prósent þeirra sögðust helst vilja sjá hann sem forsætisráðherra. Athygli vekur hins vegar að fleiri stuðningsmenn flokksins vilja sjá Katrínu sem forsætisráðherra en Benedikt. Hlutföllin þar eru 6,9 prósent á móti 4,1 prósenti.

Fleiri nefndu Katrínu en Smára og Oddnýju

Sem fyrr segir nýtur Katrín yfirburðastuðnings kjósenda Pírata, Samfylkingar og annarra flokka en að framan eru nefndir, utan Framsóknar. 43 prósent stuðningsmanna Pírata vilja helst sjá Katrínu sem forsætisráðherra, 10 prósentustigum fleiri en nefna Smára McCarthy. 46 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar nefndu Katrínu á móti 35 prósentum sem nefndu Oddnýju Harðardóttur, nú fyrrverandi formann flokksins. Þá nefndu 32,5 prósent stuðningsmanna þeirra flokka sem ekki náðu mönnum á þing Katrínu, tæp 56 prósent þeirra sem voru óákveðnir þegar könnunin var gerð og 37 prósent þeirra sem hugðust skila auðu eða sitja heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis