Fókus

Despacito verður Besta hverfið

Grindvíkingar með ábreiðu af vinsælasta lagi ársins

Ragna Gestsdóttir skrifar
Föstudaginn 9 júní 2017 12:00

Bæjarhátíð Grindavíkur Sjóarinn síkáti fer fram núna um helgina og er mikið um dýrðir. Undanfarna daga hafa bæjarbúar skreytt hús, götur og fleira í hverfislitum hverfanna fjögurra, appelsínugulum, bláum, grænum og rauðum. Góðlátlegt keppni ríkir milli hverfa og að vanda er valið best skreytta hverfið og húsið. En hverfin gera fleira til að keppa innbyrðis, sem dæmi má nefna lagakeppni þar sem hvert þeirra semur eigið lag og texta eða íslenskan texta við erlent lag og er mikill metnaður lagður í verkið.

„Við ákváðum í ár að gera íslenskan texta við puertóíska lagið Despacito sem er vinsælasta lagið um þessar mundir,“ segir Teresa Birna Björnsdóttir, en hún og Hanna Sigurðardóttir eiga Hönter myndir og taka þær að sér að semja texta, sketa og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði. Eiginmaður Teresu, Þröstur Gylfason samdi íslenska textann með þeim og um söng sjá þau Tómas Guðmundsson, sem þekktur er fyrir frammistöðu hans í The Voice Ísland, Eva Rún Barðadóttir og hinn þrettán ára gamli, Viktor Örn Hjálmarsson.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=yPyZ6ATzfOg?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
Despacito verður Besta hverfið

Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Fókus
í gær
Kolbeinn endaði á geðdeild: „Afneitun er sterkasta aflið, sterkara en þörfin til að drekka“

Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Fókus
í gær
Leyndarmálið afhjúpað: Jóhanna Guðrún og Davíð trúlofuð

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Fókus
í gær
Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Fókus
í gær
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Fókus
í gær
Langar þig í Páskaegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Mest lesið

Ekki missa af