Fókus

Dragdrottningin Gógó Starr verður fjallkonan á 17. júní: „Hefur dreymt um þetta í mörg ár“

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 14. júní 2018 10:56

Hin geðþekka og vinsæla dragdrottning Gógó Starr hefur hlotið þann heiður að fá að vera fjallkona í ár en með því rætist áralangur draumur Sigurðar Heimis Guðjónssonar sem er alteregó Gógóar.

„Ég verð fjallkonan í hinni formlegu skrúðgöngu á Þjóðhátíðardaginn í Reykjavík,“ segir Gógó í viðtali við Friðriku Benónýs hjá GayIceland.

Áðurnefnt alteregó segist einnig vera í algjörri sæluvímu yfir því að hafa hlotnast þessi heiður en árum saman hefur hann dreymt um að fá að vera þessi díva í skautbúningum.

„Alveg frá því að ég byrjaði að koma fram sem dragdrottning hef ég elskað þetta fjallkonufyrirbæri og langað til að koma fram sem hún, og þetta höfuðskraut hefur mig í örvæntingu dreymt um að eignast,“ segir Sigurður sem tók sig til og hringdi á rétta fólkið hjá borgarskrifstofum og bað um leyfi til að fá að vera fjallkona:

„Já, auðvitað. Af hverju ekki?„

…var svarið en eftir örlitla umhugsun var ákveðið að skipa Gógó sem skrúðgöngustjóra í stað þess að láta hana standa stífa og lesa upp ljóð eins og hefð er fyrir. Önnur kona mun hinsvegar taka það verkefni að sér.

Gógó er myndardama og á eflaust eftir að taka sig stórkostlega vel út sem fjallkona.

Tvær fjallkonur í fyrsta sinn

„Í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar verða semsagt tvær fjallkonur og þar af verður önnur þeirra í dragi,“ segir Sigurður sem gerir nú dauðaleit að skautbúningi sem einhver getur lánað honum.

Hann er að vonum glaður með þennan áfanga og fagnar því um leið að hinsegin menningin samtvinnist gömlum hefðum.

„Þetta er tákn um hvernig þessi meinstrím kúltúr fagnar drag og hinsegin senunni meira og meira,“ segir hann.

„Núna er þetta bara partur af íslenskri menningarsenu og mér finnst það frábært. Ég var kynnir á Grímunni í fyrra, sem mér þótti viðurkenning frá leikhúsheiminum og staðfesting á því að dragsenan hefur skotið rótum hér á Íslandi. Í fyrra var transkona, fjallkonan í Hafnarfirði, sem markaði kaflaskil fyrir fjölbreytileikann og nú fæ ég að vera fjallkonan í höfuðborginni sem er dásamlegt,“ segir hann.

Byrjar klukkan 13.00

Skrúðgangan verður sérlega skemmtileg í ár þar sem Heimilistónar munu ferðast um í blæjubíl og Stuðmenn reka lestina og leika sín skemmtilegu lög á pallbíl. Skátarnir verða að sjálfsögðu á sínum stað og skrúðgöngustjórinn Gógó stýrir ferðinni.

Gangan hefst á horni Laugavegs og Snorrabrautar stundvíslega kl 13:00 og gengur í takt í Hljómskálagarðinn þar sem stórtónleikarnir hefjast með Stuðmönnum kl 14:00.

Meira um dagskrána á 17.júní HÉR.

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin. Margrét nam sálfræði og forritun Kaupmannahöfn á þeim árum þegar tæknisinnaðir voru með símboða í beltinu og farsíminn vó sirka 450 grömm en lífsspeki hennar rammast í setningunni:

„Mart smart gerir eitt lekkert.“

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Árið er 1998 – Svona bjuggu þær Carrie, Samantha, Miranda og Charlotte: 90’s lúkk og litir fyrir allann peninginn

Árið er 1998 – Svona bjuggu þær Carrie, Samantha, Miranda og Charlotte: 90’s lúkk og litir fyrir allann peninginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Glamour velur topp 24 kynþokkafyllstu knattspyrnumennina á HM: Rúrik og Ragnar sjá um að hækka hitastigið

Glamour velur topp 24 kynþokkafyllstu knattspyrnumennina á HM: Rúrik og Ragnar sjá um að hækka hitastigið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 6 dögum

BÓKMENNTIR: Svikaskáldin fimm senda frá sér fagnaðarsöngva á morgun

BÓKMENNTIR: Svikaskáldin fimm senda frá sér fagnaðarsöngva á morgun
Fókus
Fyrir 6 dögum

TÍMAVÉLIN: Sexfætt lamb fæddist í Eyjafirði – Gat hvorki gengið né tekið spena

TÍMAVÉLIN: Sexfætt lamb fæddist í Eyjafirði – Gat hvorki gengið né tekið spena