Fókus

Voice-stjarna og varaborgarfulltrúi eiga von á barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 11:50

Karitas Harpa og Aron svífa um á bleiku skýi.

Söng- og útvarpskonan Karitas Harpa Davíðsdóttir, sem er hvað þekktust fyrir að sigra í hæfileikakeppninni The Voice, og kærasti hennar, Aron Leví Beck, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar eiga von á barni. Er þetta fyrsta barn þeirra saman og jafnframt fyrsta barn Arons, en fyrir á Karitas Harpa soninn Ómar Elí sem er fjögurra ára.

Spenntur stóri bróðir, Ómar Elí.

Von er á litla sólargeislanum í maí og fá skötuhjúin að vita kynið í desember – talandi um fullkominn jólapakka. Að vonum er mikil spenna á heimilinu fyrir viðbótinni í fjölskylduna, enda spennandi tímar framundan.

Parið fær að vita kynið í desember en von er á barninu í maí.

Karitas Harpa vann hjörtu og hug þjóðarinnar þegar hún kom, sá og sigraði í The Voice snemma á síðasta ári. Þá vakti hún mikla lukku með sönghópnum Fókus í Söngvakeppninni á þessu ári með lagið Aldrei gefast upp. Hún hefur einnig átt góðu gengi að fagna sem umsjónarkona Popplands á Rás 2 undanfarið. Aron Leví er ekki aðeins varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar heldur einnig formaður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

Fókus óskar parinu innilega til hamingju með þessi gleðitíðindi.

Karitas Harpa og Aron á góðri stundu.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið

Myndband dagsins: Rollur leituðu sér læknisaðstoðar á Eskifirði – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki

JFDR hélt súkkulaðitónleika – Nýjasta platan kom út sem súkkulaðistykki
Fókus
Í gær

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“
Fókus
Í gær

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn

Myndasögukóngurinn Stan Lee látinn