fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra

Pressan
Föstudaginn 4. júlí 2025 21:30

Masum og Akter á göngu rétt áður en hann myrti hana. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem er lýst sem „ofbeldisfullum, afbrýðisömum og stjórnsömum“, stakk eiginkonu sína til bana á götu úti í Bradford á Englandi um hábjartan dag. Hún var þar á gangi með barn þeirra í barnavagni.

The Independent skýrir frá þessu og segir að konan, Kulsuma Akter, hafi áður flúið ofbeldi eiginmannsins, Habibur Masum, og dvaldi í kvennaathvarfi í Bradford.

Masum réðst af mikilli heift á hana vopnaður hnífi þar sem hún var á gangi með sjö mánaða son þeirra í barnavagni.

Masum var sakfelldur fyrir morðið af undirrétti í Bradford á föstudaginn. Fyrir dómi kom fram að hann hafi veiti Akter mikla áverka og skilið hana eftir „til að blæða út í göturæsi“ áður en hann gekk rólegur á brott. Hann skildi son þeirra eftir hjá Akter.

Akter hafði flúið undan ofbeldi Masum og leitað skjóls í kvennaathvarfi. Hann fann hana með því að nota staðsetningarbúnað farsíma hennar. Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sést að hann hélt sig nærri kvennaathvarfinu dagana á undan morðinu.

Hann sendi henni skilaboð og hótaði að drepa alla fjölskyldu hennar ef hún sneri ekki aftur til hans.  Hann reyndi einnig að blekkja hana með því að senda henni skilaboð sem áttu að vera frá heimilislækni en í þeim stóð að sonur þeirra ætti pantaðan tíma og það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hún mætti ekki með hann.

Akter þorði loks að fara út fyrir hússins dyr þegar hún sá á Facebook að Masum sagðist vera á Spáni. Hún fór í göngutúr í miðborginni með vinkonu sinn. Það var þá sem Masum réðst á hana og banaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann