fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Pressan
Föstudaginn 4. júlí 2025 03:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Free wifi“ (ókeypis nettenging) hljómar vel en það getur fylgt því hætta að nota slíkar tengingar. Margir notfæra sér þær þegar þeir eru í fríi, til dæmis á veitingahúsum og hótelum, en þetta er ekki hættulaust og getur reynst dýrt þegar upp er staðið.

Dönsku verkfræðingasamtökin IDA benda á þetta og vísa í rannsókn sem Norstat gerði.

Opnar nettengingar geta krafið notendur um ákveðnar upplýsingar og þessar upplýsingar geta endað í höndum svikahrappa.

Tölvuþrjótar eiga ekki í erfiðleikum með að búa til opna nettengingu, sem lítur út fyrir að tilheyra hóteli eða veitingahúsi, og komast þannig yfir upplýsingar um notendanöfn og aðgangsorð fólks.

Það sem átti að vera ókeypis nettenging getur því endað með að verða ansi dýrkeypt.

IDA ráðleggur fólki að slökkva á „wifi“ þegar það er í fríi og til að uppfæra öll forrit og ganga úr skugga um að vírusvarnarforriti hafi verið sett upp.

Samtökin benda á að það sé auðvitað ekkert rangt við að vera í netsambandi í fríinu en fólk þurfi að hafa í huga að „free wifi“ sé ekki alltaf það sem látið er í veðri vaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?