Oh og yngri bróðir hans, Kyung Dae, voru blekktir til að fara til Norður-Kóreu 1966. Það var löngu týndur hálfbróðir þeirra, Oh Gyeong Ji, sem það gerði en hann hvarf í Kóreustríðinu sem stóð yfir frá 1950 til 1953.
Eftir að hafa verið í Norður-Kóreu í 40 daga, þar sem þeir gengust undir hugmyndafræðilega innrætingu, sneru bræðurnir heim og gáfu sig fram við yfirvöld. Þeir voru ranglega sakaðir um njósnir og voru pyntaðir þar til þeir játuðu að hafa njósnað fyrir norðanmenn.
Bræðurnir og systir þeirra, Oh Jeong Sim, voru öll ákærð fyrir njósnir. Oh var dæmdur til dauða og tekinn af lífi 1972. Kyung Dae var dæmdur í 15 ára fangelsi og systir þeirra var dæmd í þriggja ára fangelsi, skilorðsbundið í fimm ár.
Hæstiréttur tók mál systkina Oh fyrir, fyrir nokkrum árum og sýknaði þau og nú síðast var Oh sýknaður. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að systkinin hefðu verið pyntuð og þannig fengin til að játa njósnir.