Linda McMahon, menntamálaráðherra, virðist ekki hafa mikla samúð með lántakendunum miðað við ummæli hennar: „Að hefjast aftur handa við innheimtuna, verndar skattgreiðendur gegn því að þurfa að greiða kostnað við námslán frá alríkisstjórninni sem lántakendur hafa sjálfir valið að taka.“
Með öðrum orðum: Þú skuldar, þú borgar.
Fyrstu lántakendurnir hafa nú þegar fengið tölvupóst frá ráðuneytinu þar sem þeir eru hvattir til að setja sig í samband við það svo hægt sé að gera greiðsluáætlun. Ef lántakendur bregðast ekki við, mun ríkið gera kröfu í laun lántakendanna í sumar.
Hjá þeim sem eru sérstaklega kærulausir, verða innheimtufyrirtæki send þeim til höfuðs.
Samkvæmt tölum frá menntamálaráðuneytinu skulda 42,7 milljónir Bandaríkjamanna námslán að jafnvirði sem svarar til um 222.000 milljarða króna. 38% standa í skilum en lán rúmlega 5 milljóna lántakenda eru í vanskilum. Sumir hafa ekki greitt neitt í sjö ár.
Fjórar milljónir lántakenda eru á barmi þess að lenda í vanskilum og yfirvöld telja að allt að 10 milljónir geti verið komnar í vanskil innan ekki svo langs tíma.
Í versta falli, fyrir lántakendurna, getur ríkið tekið lífeyrisgreiðslur frá hinu opinbera upp í skuldina. Milljónir Bandaríkjamanna eru háðir þessum lífeyrisgreiðslum og standa því frammi fyrir sannkallaðri tilvistarógn.