fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á alþjóðlegum vettvangi hefur verið rætt um fátt meira en tollastríð Donald Trump Bandaríkjaforseta við nánast öll lönd heims.

Nú hefur myndband, sem búið var til með aðstoð gervigreindar, náð mikilli útbreiðslu á kínverskum samfélagsmiðlum. Á myndbandið að sýna mögulegar afleiðingar tollastríðsins en eins og kunnugt er hafa Bandaríkin lagt á 104 prósenta toll á innfluttar vörur frá Kína.

Markmið Bandaríkjanna með þessum háu tollum er að hluta til að minnka viðskiptahallann, þar sem Bandaríkin flytja inn miklu meira en þau flytja út, en einnig að hvetja bandarísk fyrirtæki til að framleiða meira innanlands og þar með skapa störf í Bandaríkjunum.

Í myndbandinu sést venjulegur Bandaríkjamaður meðal annars við störf í textílfyrirtæki þar sem hann situr við saumavélina. Þessi störf hafa einkum verið á herðum ódýrs vinnuafls, einkum í Asíu. Þá bregður fyrir starfsmanni sem er að setja saman snjallsíma.

Í frétt News.com.au kemur fram að myndbandið hafi fengið talsverð viðbrögð á samfélagsmiðlum og margir hafi hlegið að því. „Þetta er svo gott,“ er til dæmis haft eftir einum en myndbandið má sjá hér að neðan. Ef það hleðst ekki er ráð að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Futurism (@futurism)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur