fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Mislingatilfelli í Evrópu hafa ekki verið fleiri síðan 1997

Pressan
Sunnudaginn 23. mars 2025 13:30

Bólusetning veitir góða vernd gegn þessum lífshættulega sjúkdómi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi mislingatilfella í Evrópu og Mið-Asíu var tvöfalt meiri á síðasta ári en 2023 að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að þessi alvarlega staða sé þörf áminning og ætti að vekja fólk til umhugsunar.

127.350 mislingatilfelli voru skráð á þessu svæði á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri síðan 1997. Á heimsvísu voru 359.521 tilfelli skráð. Svo um þriðjungur tilfella á heimsvísu var því í Evrópu og Mið-Asíu.

Rúmlega 40% evrópsku tilfellanna voru hjá börnum yngri en 5 ára.

Hálf milljón barna í Evrópu og Mið-Asíu fékk ekki fyrri skammtinn af MCV1 bóluefninu 2023 en talið er að tveir skammtar af því veiti 97% vernd gegn smiti.

Mislingar eru einn alvarlegasti smitsjúkdómurinn sem herjar á fólk. Í alvarlegum tilfellum getur hann valdið lungnabólgu, heilabólgu, vökvaskorti og blindu og í versta falli verða mislingar fólki að bana.

Algeng einkenni mislinga eru hiti, hósti, nefrennsli og útbrot.

Rúmlega helmingur hinna smituðu í Evrópu þurfti meðferð á sjúkrahúsi og 38 létust.

Flest tilfelli greindust í Rúmeníu eða rúmlega 28.000.

Innan við 80% barna í Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallaland, Norður-Makedóníu og Rúmeníu voru bólusett gegn mislingum 2023. Bólusetningarhlutfallið þarf að vera 95% til að hjarðónæmi náist.

Í Svartfjallalandi hefur innan við helmingur barna verið bólusettur gegn mislingum síðustu fimm árin hið minnsta. Í Bosníu og Hersegóvínu er hlutfallið undir 70%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi