Pritzaker vann 1,4 milljónir dollara, eða 170 milljónir króna, í hinu vinsæla spili Blackjack, sem stundum er einnig kallað 21. Í stuttu máli gengur leikurinn út á að fá hærri samtölu spilanna þinna en gjafarinn, án þess að fara yfir 21. Þó leikurinn sé tiltölulega einfaldur í grunninn krefst hann bæði skynsemi og útreikninga.
„Ég fór í frí með eiginkonu minni og nokkrum vinum. Ég var ótrúlega heppinn sem ég þurfti að vera,“ sagði Pritzaker í samtali við NBC.
Sem fyrr segir komu upplýsingarnar í ljós þegar hann skilaði skattframtali sínu fyrir síðasta ár. Hann segir að vinningsupphæðin muni öll fara til góðgerðarmála. Pritzaker er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og eru eignir hans metnar á 3,9 milljarða Bandaríkjadala.
Pritzaker græddi mikið á Hyatt-hótelkeðjunni og hefur samhliða því stundað fjárfestingar hér og þar. Hann þiggur ekki laun sem ríkisstjóri Illinois.
Pritzaker er ekki mikill aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er hann talinn líklegur kandídat sem forsetaefni Demókrata í kosningunum 2028.