fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Pressan
Föstudaginn 17. október 2025 08:00

JB Pritzaker. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JB Pritzaker, ríkisstjóri Illinois, datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann skellti sér til Las Vegas í fyrra ásamt eiginkonu og vinum. Skattskýrsla ríkisstjórans, sem hann skilaði nýlega, varpaði ljósi á þetta, að því er fram kemur í frétt NBC.

Pritzaker vann 1,4 milljónir dollara, eða 170 milljónir króna, í hinu vinsæla spili Blackjack, sem stundum er einnig kallað 21. Í stuttu máli gengur leikurinn út á að fá hærri samtölu spilanna þinna en gjafarinn, án þess að fara yfir 21. Þó leikurinn sé tiltölulega einfaldur í grunninn krefst hann bæði skynsemi og útreikninga.

„Ég fór í frí með eiginkonu minni og nokkrum vinum. Ég var ótrúlega heppinn sem ég þurfti að vera,“ sagði Pritzaker í samtali við NBC.

Sem fyrr segir komu upplýsingarnar í ljós þegar hann skilaði skattframtali sínu fyrir síðasta ár. Hann segir að vinningsupphæðin muni öll fara til góðgerðarmála. Pritzaker er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og eru eignir hans metnar á 3,9 milljarða Bandaríkjadala.

Pritzaker græddi mikið á Hyatt-hótelkeðjunni og hefur samhliða því stundað fjárfestingar hér og þar. Hann þiggur ekki laun sem ríkisstjóri Illinois.

Pritzaker er ekki mikill aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er hann talinn líklegur kandídat sem forsetaefni Demókrata í kosningunum 2028.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 1 viku

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag